Útilífsskólinn

Útilífsskóli Garðbúa er sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára.

Útilífsskóli Garðbúa byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru ratleikir, náttúruskoðun, klifur, sig, hjólaferðir, útieldun, skátaleikir og margt fleira.

Skráningin fer yfirleitt fram á Abler síðu Garðbúa.

Til að byrja með verða námskeiðin opin fyrir 20 þátttakendur. Við viljum biðja foreldra að skrá börn á biðlista þó námskeiðin fyllist þar sem við hleypum oftast efstu nöfnum á biðlista inn á námskeiðin.

Upplýsingar um námskeiðin:

  • Starfssvæði Útilífsskóla Garðbúa eru Fossvogur, Leiti og Bústaðahverfi.
  • Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7 til 12 ára.
  • Námskeiðin eru frá kl. 9:00 til 16:00.
  • Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.
  • Innifalið í verði er öll dagskrá.

Námskeiðsvikur sumarið 2025:

Námskeið 1: 10. – 13. júní (4 dagar, vegna annan í hvítasunnu)
Námskeið 2: 16. – 20. júní (4 dagar, vegna 17. júní)
Námskeið 3: 23. – 27. júní (5 dagar)
Námskeið 4: 30. júní – 4. júlí (5 dagar)
Námskeið 5: 7. – 11. júlí (5 dagar)
Námskeið 6: 5. – 8. ágúst (4 dagar, vegna frídags verslunarmanna)
Námskeið 7: 11. – 15. ágúst (5 dagar)